Fréttir

GKG og GM fögnuðu sigri á Íslandsmóti golfklúbba
Lið GKG fagnar Íslandsmeistaratitlinum. Ljósmynd: GSÍ
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
laugardaginn 23. júlí 2022 kl. 08:55

GKG og GM fögnuðu sigri á Íslandsmóti golfklúbba

Lið GKG er Íslandsmeistari golfklúbba í karlaflokki 2022. Úrslitin réðust í 1. deild á Hlíðavelli í dag þar sem lið GKG og lið GR léku til úrslita. Lið GM varð í þriðja sæti og lið GA í fjórða sæti.

Þetta er áttundi Íslandsmeistaratitill GKG, sem hefur sigrað fjórum sinnum á síðustu sex árum.

Lið GKG sigraði lið GR 3-2 í úrslitaleiknum í dag en úrslitin réðust í lokaviðureigninni. Lið GM sigraði lið GA í leiknum um þriðja sæti, sömuleiðis 3-2.

Undaúrslitaleikirnir fóru fram í gær, á Korpúlfsstaðavelli Golfklúbbs Reykjavíkur í 1. deild karla og á Hlíðavelli í 1. deild kvenna.

Lið GR hafði betur gegn liði GM í undanúrslitum í hörkuspennandi leik þar sem úrslitin réðust á 19. holu í einum tvímenningsleiknum. Í hinum undanúrslitaleiknum sigraði lið GKG lið GA, 3 1/2–1 1/2.

Mikil spenna var í baráttunni um fall í 2. deild en lið GKB endaði í 8. sæti og leikur í 2. deild á næsta ári.

Lokastaðan hjá körlunum

Lið GM er Íslandsmeistari golfklúbba í kvennaflokki 2022. Úrslitin réðust í 1. deild á Hlíðavelli í dag þar sem lið GM og lið GR léku til úrslita. Lið GKG varð í þriðja sæti og lið GK í fjórða sæti.

Þetta er fjórði Íslandsmeistaratitill GM.

Lið GM sigraði lið GR í úrslitaleiknum í dag, 3 1/2–1 1/2. Lið GKG sigraði lið GK í leiknum um þriðja sæti, 3-2.

Lið GR hafði betur gegn liði GKG í undanúrslitum, 3-2. Í hinum undanúrslitaleiknum sigraði lið GM lið GK, 3 1/2–1 1/2.

Úrslitaleikur GR og GM um Íslandsmeistaratitilinn hófst núna rétt fyrir klukkan níu.

Lokastaðan hjá konunum

Lið GM með Íslandsmeistarabikarinn. Ljósmynd: GSÍ