Fréttir

Fox sigraði í St. Andrews
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 2. október 2022 kl. 22:41

Fox sigraði í St. Andrews

Ryan Fox frá Nýja Sjálandi sigraði á Dunhill Links mótinu, einu stærsta móti ársins á DP Evrópumótaröðinni sem lauk í dag á Gamla vellinum í St Andrews en að venju var leikið á þremur völlum, St. Andrews, Carnoustie og Kingsbarns.

Þetta var annar sigur Fox á mótaröðinni í ár. Hann var fjórum höggum frá efsta manni þegar hann hóf leik en hann fékk góða byrjun og komst í forystu á 12. holu. 

Tuttugu metra pútt á 15. holu kom Fox í þriggja högga forskot en næsti maður var enginn annar en efsti maður stigalistans, Rory McIlroy. Callum Shinkwin og Alex Noren blönduðu sér líka í toppbaráttuna og enduðu jafnir höggi á eftir Fox sem lenti í. Noren var með heppnina með sér á 18. brautinni en upphafshöggið hans fór út fyrir vallarmörk en boltinn skoppaði aftur inn á og endaði aftast á 18. flötinni. Hann átti pútt fyrir erni sem endaði rétt við holubarminn. Það hefði verið ótrúlegt ef hann hefði sett púttið í og jafnað við Fox eftir að boltinn skoppaði inn á brautina.

Það virðist fátt koma í veg fyrir að Norður Írinn endi á toppi DP stigalistans og tryggi sér þannig efsta sætið í Evrópu og líka í Bandaríkjunum en Rory endaði efstur í FedEx úrslitakeppni PGA mótaraðarinnar síðla sumars.

Með sigrinu á Dunhill mótinu er Fox kominn í 3. sæti stigalistans.

Lokastaðan.

Púttið á 15. braut af um 20 metra færi sem endaði ofan í.