Fréttir

Fínn fyrsti hringur hjá Guðmundi Ágústi - erfið byrjun hjá Bjarka
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 11. nóvember 2022 kl. 15:23

Fínn fyrsti hringur hjá Guðmundi Ágústi - erfið byrjun hjá Bjarka

Guðmundur Ágúst Pétursson byrjaði vel á þriðja stigi úrtökumótanna en Bjarki Pétursson átti erfiðan dag. Guðmundur lék á -2, 70 höggum en Bjarki á +5 eða 77 höggum.

Guðmundur átti mjög fínan dag, fékk 3 fugla og einn skolla. Hringurinn hjá Bjarka var öllu skrautlegri en hann fékk m.a. Tvo tvöfalda skolla. Bjarki hefur leikið mjög stöðugt golf að undanförnu. 

-----

Tuttugu efstu af 153 keppendum fá þátttökurétt á DP sem er efsta mótaröðin í Evrópu. Um helmingur af þessum 153 komust á lokastigið í gegnum 2. stigið. Það gerðu þeir Bjarki og Guðmundur og eru að keppa annað sinn á þriðja stigi. Hinn helmingurinn eru kylfingar sem náðu ekki að halda keppnisrétti sínum á mótaröðinni 2022. 

Leikið verður í sex daga sem fram fer á Infinitum golfsvæðnu sem er skammt frá Tarragonga á Spáni.

Eftir fjóra hringi verður niðurskurður. Keppt er á tveimur völlum, sitt hvorar 36 holurnar á Lakes og Hills völlunum. Bjarki hefur leik á Lakes og Guðmundur á Hills. 

Haraldur Franklínn Magnús var meðal keppenda á 2. stiginu en komst ekki áfram á 3. stigið. Hann er með þátttökurétt á Áskorendamótaröð Evrópu 2023 og Guðmundur Ágúst líka. Bjarki er með aðeins takmarkaðri þátttökurétt en þeir tveir, en þetta gæti breyst eftir lokaúrtökumótið.