Örnninn er lentur
Örnninn er lentur

Fréttir

Brooke Henderson vann Evian meistaramótið
Brokke Henderson með bikarinn glæsilega. Ljósmynd: Laurent Cippriani/The Associates Press
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
sunnudaginn 24. júlí 2022 kl. 23:06

Brooke Henderson vann Evian meistaramótið

Brooke Henderson frá Kanada, stóð uppi sem sigurvegari á Evian meistaramótinu, fjórða af fimm risamótum ársins, en mótinu lauk á Evian Resort í Frakklandi í dag.

Henderson, sem var með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn, lenti í vandræðum á hringnum en kom til baka með þremur fuglum á fimm síðustu holunum. Hún kom í hús á 71 höggi eða á pari vallarins og lék hringina fjóra samtals á 17 höggum undir pari.

Þetta er annar titill hinnar kanadísku, Henderson, á risamóti en hún vann Women´s PGA meistaramótið árið 2016. Hún fær í sinn hlut í verðlaunafé fyrir sigurinn, 1 milljón Bandaríkjadala.

Sophia Schubert frá Bandaríkjunum varð önnur á 16 höggum undir pari en hún fékk par á síðustu holuna. Henderson tryggði sigurinn með fugli á lokaholunni.

Lydia Ko frá Nýja-Sjáandi hafnaði í 3.-7. sæti og Nelly Korda frá Bandaríkjunum, í 8.-14 . sæti á mótinu, rétt eins og hin Suður-Kóreska, Jin Young Ko, sem leitt hefur heimslistann síðan í mars á þessu ári.

Lokastaðan á mótinu