Fréttir

Besta teighögg sögunnar á PGA
Föstudagur 24. mars 2023 kl. 07:29

Besta teighögg sögunnar á PGA

Baráttan hélt áfram í WGC-Dell holukeppninni i gær. Það er ljóst að margir spennandi leikir fara fram í dag.

Scottie Scheffler, Xander Schauffele, Lucas Herbert, JJ Spaun, JT Poston, Si Woo Kim, Jason Day, Patrick Cantlay, Brian Harman, Sam Burns, Max Homa, Taylor Montgomerie, Cameron Young, Andrew Putnam, Tony Finau og Rory McIllroy hafa allir unnið fyrstu tvo leikina og eru því í kjörstöðu til að komast áfram í 16 manna útsláttarkeppnina sem hefst á morgun. Aðrir leikmenn eiga líka möguleika á að komast áfram, en verða að treysta á úrslit í öðrum leikjum í sínum riðli til að allt gangi upp.

Mikið var um glæsileg tilþrif á vellinum og uppi eru vangaveltur um hvort að Rory MacIllroy hafi slegið besta teighögg í sögu PGA mótaraðarinnar þegar hann sló teighöggið á 18.holu 315 metra á flugi og 338 metra í heildina og boltinn stöðvaðist rétt um metra frá holunni. McIllroy vann leikinn 2 upp. 

Fylgist með holukeppninni hér.