Fréttir

Axel  stefnir á topp-5 á Nordic mótaröðinni - er í 14. sæti
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 27. september 2022 kl. 17:50

Axel stefnir á topp-5 á Nordic mótaröðinni - er í 14. sæti

Axel Bóasson, Golfklúbbnum Keili, lenti í 9. sæti á stærsta móti ársins á Nordic mótaröðinni um síðustu helgi en leikið var á Great Northern vellinum í Danmörku. Axel lék á 5 höggum undir pari en hann var í 2. sæti eftir fyrsta hring mótsins sem hann lék á -6 þar sem hann lék frábært golf en lék næstu tvo á +1.

Aron Snær Júlíusson, GKG, lék einnig á mótinu og komst ekki í gegnum niðurskurðinn en hann lék 36 holurnar á +7.  

Axel sagði að hann ætlaði að einbeita sér að næstu þremur mótum og freista þess að komast meðal fimm efstu en það tryggir honum sæti á Áskorendamótaröðinni, næstu deild fyrir ofan Nordic. Haraldur Franlín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson hafa verið með þátttökurétt á árinu þar.

Axel er í 14. sæti stigalistans á Nordic Tour. Hann hefur sigrað á einu móti á árinu en það var í maí. Þá hefur hann fjórum sinnum verið meðal 12 efstu.

Aron Snær Júlíusson er í 57. sæti en besti árangur hans er 4. sæti á móti í Finnlandi í ágúst.

Andri Þór Björnsson er í 105. sæti og hefur leikið í átta mótum og best náð 8. sæti.

Neðar á listanum eru íslenskir kylfingar sem hafa spreytt sig í mis mörgum mótum en þeir eru:

Bjarki Pétursson 121. sæti (Er kominn á 2. stigið í úrtöku fyrir DP mótaröðina) 

Elvar Már Kristinsson 209. sæti

Gísli Sveinbergsson 230. sæti.

Hákon Örn Magnússon 268. sæti

Ragnar Garðarsson 275. sæti.