Fréttir

„Mér finnst ég alveg eiga heima þarna“ - heitar kylfur en kaldur pútter hjá Hákoni
Hákon Örn Magnússon sigraði á stigamóti GSÍ í Leirunni í sumar. Hann lék gott golf á úrtökumóti í Portúgal en það dugði ekki til að komast á 2. stigið.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 12. september 2022 kl. 16:29

„Mér finnst ég alveg eiga heima þarna“ - heitar kylfur en kaldur pútter hjá Hákoni

„Mér finnst ég alveg eiga heima í atvinnumennsku og ætla að reyna betur þó þessi fyrsta tilraun hafi ekki gengið upp,“ segir Hákon Örn Magnússon, GR, en hann var fimm högg frá því að komast á 2. stigið á úrtökumótum fyrir DP Evrópumótaröðina eftir að hafa lent í 55. sæti á móti í Portúgal.

Aron Snær Júlíusson, GKG, lék á sama velli og vantaði högg upp á að komast í gegnum niðurskurðinn, var 2 undir en þurfti að vera 3 undir en því náði Hákon Örn. Þrátt fyrir fína spilamennsku á fjórða og síðasta hringnum upp á 4 undir pari, dugði það ekki hjá Hákoni. 

„Mér leið vel á golfvellinum, gerði mjög fá mistök en púttin duttu ekki, ég hitti 63  flatir af 72 flötum í tilætluðum höggafjölda. Við Aron vorum báðir sammála um að völlurinn var alls ekki auðveldur og flatirnar voru í lélegu ásigkomulagi og þess vegna fannst okkur skorið bara alveg fáránlega lágt. Völlurinn bara refsaði ekki nóg fyrir að slá léleg innáhögg því það var svo einfalt að vippa í kringum flatirnar. Þess vegna var svekkjandi að það gekk ekki að komast á næsta stig í þetta skiptið,“ segir Aron sem mun keppa á Nordic mótaröðinni á Norðurlöndum næsta vor. 

Hákon Örn er enn í Portúgal og verður á pokanum hjá Haraldi Franklín sem verður meðal keppenda á næsta móti á Áskorendamótaröðinni.