Örnninn er lentur
Örnninn er lentur

Fréttir

„Erfitt að búa til sjálfstraust þegar boltinn neitar að fara ofan í“
Aron Snær á 1. teig á Íslandsmótinu í Eyjum í ágúst sl.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 14. september 2022 kl. 07:28

„Erfitt að búa til sjálfstraust þegar boltinn neitar að fara ofan í“

„Pútterinn var ískaldur allt mótið og það var erfitt að búa til eitthvað sjálfstraust þegar boltinn neitar að fara ofan í. Ég held áfram á Nordic mótaröðinni í næstu viku og í október,“ sagði Aron Snær Júlíusson, GKG og Íslandsmeistari 2021 en hann lék á 1. stigi úrtökumóts í Portúgal í síðustu viku eins og Hákon Örn Magnússon. Hvorugur þeirra komst áfram á 2. stig úrtökumótanna.

Upplifunin var frekar spes og í raun ekki það sem ég var að búast við þegar ég ákvað að velja þennan stað. Aðal ástæðan fyrir því var hvernig völlurinn spilaðist. Flatirnar voru hægar og boltinn hélt sér illa á línu. Það var þess vegna mjög einfalt að bjarga sér ef leikmenn misstu flatir. Leikurinn minn fannst mér vera góður, ég var að hitta 16-17 flatir á hring og í raun aldrei í neinu veseni en pútterinn var ískaldur og því fór sem fór. Það sem er næst hjá mér er mót á Nordic League 21.september, tímabilið klárast hjá mér í október. Mér hefur gengið ágætlega og er í 51. sæti á stigalistanum.

Aron hefur verið meðal tuttugu efstu í fimm mótum og í 28. sæti í því sjötta. „Þetta hefur bara verið fínt í mörgum mótum,“ sagði Aron Snær.